Eldhúsið mitt - FYRIR & EFTIR

22 Oct 2017

Það er komið að þessu. Elska ekki allir fyrir og eftir myndaþátt?

Færslan er unnin í samstarfi við Slippfélagið.

Við keyptum á sínum tíma, þegar múgæsingurinn á markaðnum var sem mestur. Við kolféllum fyrir þessari íbúð í Bryggjuhverfinu, dásamlegt hverfi þar sem kyrrðin er hávær. Eftir að hafa skoðað teikningarnar áður en við skoðuðum íbúðina sjálfa sá ég mjög mikla möguleika, þá aðallega að opna eldhúsið og vinna með það sem ég hafði. Ég var alveg ákveðin í því að taka niður eldhúsvegginn í borðhæð og búa til eyju. Að rífa niður innréttinguna og fá nýja kallaði bara á mikinn kostnað. Ef ég hefði gert það þá hefði ég tekið gólfefnið líka. Til að vinna með og nýta það sem ég hafði, sem voru heilir skápar, ákvað ég að mála innréttinguna. Svo ódýr og svo frábærlega falleg lausn! Með henni hafði ég betri samvisku í það að spreða í fallegar borðplötur.

Eftir að hálfur veggurinn var rifinn niður myndaðist ljótt sár í loftinu eftir hann, sem gaf mér ennþá betri ástæðu fyrir því að taka loftið niður og bæta við lýsinguna í eldhúsinu. Ég fékk færan smið í verkið, sem gerði einnig sjónvarps/arinn vegginn minn. Við erum gamlir vinir og bekkjarfélagar, því þykir mér ennþá vænna um þetta samstarf. Ingólfur Einisson heitir smiðurinn (ingoeinis@gmail.com), ég mæli allan tímann með honum! Þessi viðbót tók eldhúsið yfir á annað level. 

Ég var aðeins búin að sýna ykkur hvernig ég málaði eldhúsinnréttinguna mína í þessari færslu hér. En ég mun fara yfir skrefin aftur hér neðar í færslunni. Eldhúsinnrétting, fataskápar og hurðar eru allar eins málaðar = matt svartar með efnum frá Slippfélaginu. Það er eiginlega fáranlegt hvað vel til tókst, ég var alveg búin að sætta mig við nokkur rúlluför hér og þar en það eru engin sjáanleg! Innréttingarnar lýta út fyrir að hafa verið sprautaðar og svo má ekki gleyma hvað það er auðvelt að þrífa þær. Ég er gjörsamlega í skýjunum með þetta. En það er ekki eftir neinu öðru að bíða. Hér koma fyrir og eftir myndirnar.
NOTE: það er ekki búið að klæða vegginn á milli efri og neðri skápa svo að eldhúsið er ekki alveg fullkomlega klárt! Annað.. ég var svo æst við það að byrja myndatökuna að tuskuförin á skápahurðunum voru ekki einu sinni þornuð á fyrstu myndunum, ekki láta það fara í taugarnar á ykkur eins og það gerir hjá mér. 


Eldhúsið mitt núna..Fallegt finnst ykkur ekki?

Hér koma skref fyrir skref leiðbeiningar hvernig skal mála innréttingar. Þið getið vistað þessa mynd og pin-að hana ef þið viljið eiga hana þ.e.a.s.
_____

Aðrar upplýsingar:

litur á skápum - svart matt frá Slippfélaginu.

litur á veggjum & lofti - DÖGG frá Slippfélaginu.

borðplötur frá Granítsmiðjunni - Pietra Grey marmari og svartur mattur kvarts steinn.

ljós í lofti - halogen ljós frá Lýsing & Hönnun, kastarar frá Lúmex.

_____


Að lokum vil ég þakka fyrir öll fallegu orðin sem hafa borist mér á Instagram <3
 Ég er mjög dugleg að pósta þar inn myndum af heimilinu og ykkur er velkomið að fylgja mér  -  @sdgudjons