Frönsk lauksúpa

25 Apr 2017

Ég elska franska lauksúpu, frakkarnir segja að hún sé lækning fyrir þynnku og ástarsorg. Væri gott ef það væri satt en hver veit.
Þetta er ódýr máltíð að gera en alltaf jafn góð. 

Frönsk Lauksúpa fyrir tvo.

Það sem þú þarft í súpuna er :

4-5 laukar

4 matskeiðar smjör

1 teskeið salt

1/2 bolli hvítvín (mikilvægt er að nota þurrt en ekki sætt til að vega á móti sætunni í lauknum)

4 bollar vatn

2 teningar kjötkraftur

1 msk hveiti

Rifinn ostur

Hvítlauksgeiri

Brauð 
 

 

1. Skerðu laukinn í helming og svo þvert yfir þannig að hann sé í þunnum ræmum. Settu hann í pott ásamt smjörinu og leyfðu honum að malla á frekar lágum hita í svona 20 til 30 mín. Hann á að vera ljósbrúnn og vel soðinn en ekki brenndur. Þú þarft að hræra vel inná milli.

2.  Á meðan laukurinn er að steikjast þá setur þú vatnið og kjötkraftinn í pott og býrð til soð.

3. Kveiktu á ofninum og stilltu hann á 220°

4. Þegar laukurinn er tilbúinn þá helliru hvítvíninu í pottinn og hrærir aðeins saman, bætir matskeið af hveiti og hrærir saman. Síðan bætiru soðinu í potinn og lætur malla í 10-15 mín.  Smakkar til með salti og pipar.

5. Skerðu brauð í sneiðar sem passa í skálarnar sem þú notar. Settu þær í ristavélina í nokkrar mínútur og notaðu hvítlauksgeirann og nuddaðu honum aðeins á brauðsneiðarnar.

6. Þegar þú ert buin að smakka súpuna til og ert orðin ánægð/ur með útkomuna þá seturu hana í tvær skálar og raðar brauðsneiðunum ofan á, svo stárru ostinum yfir. Það er smekksatriði hvað osturinn er mikill en ég er svo mikil ostakona að ég setti helling. Þá er þessu komið fyrir inn i ofninum í svona 2-3 mín á háum hita eða þangað til að osturinn er bráðnaður og smá gullbrúnn.Au Revoir !