Gulróta-sætkartöflu-engifersúpa

02 Mar 2017

Fullkominn kvöldverður! 

Ég sýndi þessa uppskrift fyrir jól á femme snappinu en steingleymdi svo alltaf að henda uppskriftinni hingað inn. Þessi súpa er vikuleg máltíð hér á heimilinu, það er bara eitthvað við það hvernig hún lætur manni líða þegar maður er búinn að borða hana. Manni líður svo svakalega vel & er svo vel mettur á eftir. Ég tala stundum um eins & þetta sé svona jarðtengingarsúpa (já það er orð, fundið upp af mér). Hún jarðtengir mig allavega, já ég er klikkuð! 

 

 

 

Hráefnið sem að ég nota í súpuna er: 

(ekkert heilagt við þessa súpu, eins & þið vitið er ég slumpari.)

Gulrætur - 1 poki

Hálf sæt kartafla - ein heil ef að hún er lítil 

hvítlauksgeirar - 3 stk

Engifer - fer eftir smekk hvort fólk vilji hana sterka eða ekki 

Chilli - ég sleppi þessu stundum því kærastanum finnst ekki gott að fá svona sterkt. En ef ég hef sett þá set ég hálfan. 

Laukur - 1 stk. 

Kókosrjómi - 1 dós

grænmetis/kjúklingakraftur - 2 teningar 

salt - 3 tsk (smakka mig alltaf til & er óhrædd við að salta súpuna)

pipar - 2 tsk 

 

 

Aðferð: 

 

Ég sker niður allt grænmetið & flysja kartöfluna & bita hana niður, þurfið ekki að skera þetta neitt fullkomið niður.

Ég gufusýð grænmetið, pottinn & gufusoðs pottinn keypti ég í IKEA. Ástæðan fyrir því að ég er að gufusjóða grænmetið er sú að þá held ég næringarefnunum frekar í hráefninu. 

Ég leyfi þessu að vera á hellunni í smá tíma & kveikji mögulega á einhverri tónlist & dansa á meðan grænmetið mýkist. 

 

 

Ég sting svo bara gaffli eða hníf til að finna hvort það sé ekki að verða mjúkt. Þegar hnífurinn fer auðveldlega í gegn, færi ég hráefnið í blandara. Það má líka nota töfrasprota. 

 

 

Uppáhaldið mitt á heimilinu fyrir utan strákinn minn er þessi blandari, hann er ofnotaður!

Ég set þetta í blandarann & hendi tveimur kjúklingakröftum með & leyfi þessu að vera þar í smástund. Vill að hún verði silkimjúk. 

Færi síðan súpuna yfir í pott & set eina dós af kókosrjóma ofan í & kryddda eftir smekk. 

 

 

Verði ykkur að góðu yndislegu lesendur & þið megið endilega deila með mér ef þið ákveðið að prófa þessa dýrindis súpu & segja mér hvað ykkur finnst. Hlakka til að heyra hvort þið verðið jafn jarðbundin & ég.  

 

 

#gulrótasúpa #engifer #sætkarföflu #súpa #fredrikbagger