Holl grænmetissúpa

20 Feb 2017

Uppskrift! 

Ég gerði þessa súpu rétt í þessu uppúr mér & notaði það sem ég átti í ísskápnum, okkur á heimilinu fannst þetta mjög bragðgott & borðuðum af bestu list. Súpan fer alveg svakalega vel í magann & við vorum södd lengi á eftir. 

 

 

 

 

Uppskrift: 

Brokkólíbúnt - 1 stórt

Stórar kartöflur - 2 stk

Laukur - 1 stk. 

Spínat - 2 lúkur 

Hvítlauksrif - 3 stk. 

Grænmetisteningar - 2 stk. 

Salt & pipar - 2 tsk. 

Kókosmjólk - 1 dós 

 

 


 

Ég byrjaði á að gufusjóða allt grænmetið, ég gerði það til að halda öllum vítamínunum í. Setti síðan allt hráefnið í blandara, henti 2 teningum útí. Þegar ég var búin að blanda vel súpuna setti ég hana aftur í pott. 

Setti síðan kókosrjóman ofan í kryddaði & smakkaði til. 

 

Vonandi njótiði, megið endilega segja mér umsögn ef þið prófið að gera þessa fljótlegu súpu heima sem er stútfull af góðum vítamínum.