Sara Dögg hannar hjónasvítu - Fyrir og eftir myndir

12 Feb 2017

Á fimmtudaginn sem var setti ég lokahönd á einstaklega skemmtilegt og vel heppnað verkefni. Verkefnið sem ég fékk í hendurnar var að endurhanna hjónasvítu á Hótel Vestmannaeyjar sem var vel komin á tíma. Ég get ekki lýst því hvað ég er ánægð með útkomuna og mig langar að deila þó nokkrum myndum af herberginu með ykkur. 

F Y R I RÉg vissi nákvæmlega hvað ég vildi gera í upphafi fyrir þetta herbergi. Lúxor og elegansinn átti að ráða ríkjum, þess vegna valdi ég velúr á allt bólstrað og skartgripir rýmisins(ljósin) hafði ég í messing. Ég málaði alla veggi og loftið í sama litnum og notaðist við dökk húsgögn á móti. Útkoman er glæsileg þó ég segi sjálf frá og yndislegu eigendurnir eru í skýjunum með nýju fallegu svítuna sína. Það er það sem veitir mér mestu ánægjuna, að kúnninn sé jafn hrifinn og maður vonaðist eftir. 

E F T I Rpsst.. það eiga að vera tveir skrautpúðar á rúminu, hinn er á leiðinni til landsins. Er áhugi fyrir því að fá að vita hvaðan húsgögnin og vörurnar koma?
Ég hendi inn þeirri færslu á næstu dögum svo stay tuned xx

Innanhússráðgjöf - sara@femme.is