3 ídýfur fyrir Superbowl Sunday

03 Feb 2017

Úrslitaleikurinn í ameríska fótboltanum eða Ofurskálinni (e. Super Bowl) eins og leikurinn er gjarnan kallaður fer fram núna á sunnudaginn. Leikurinn er einn allra vinsælasti íþróttaviðburður ársins og horfa hundruð milljóna á hann í sjónvarpi.

Á meðan leikurinn fer fram er vinsælt að fá sér snarl og eru kartöfluflögur, kjúklingavængir og bjór fyrsti kostur ansi margra.

Síðastliðin ár hafa vinsældir á leiknum aukist hér á landi, þar sem vinahópar koma saman og horfa á með öllu tilheyrandi snarli.

Ég setti saman þrjár uppskriftir af frábærum ídýfum fyrir slíkan hitting. Ég passaði að hafa uppskriftirnar þannig að hægt væri að nýta sum hráefnin í allar ídýfurnar


 

Cheese Guacamole

Ostur í guacamole? Já og þú átt aldrei eftir að gera guacamole öðruvísi!

Hráefni:

1 tómatur eða lúka af kirsuberjatómötum
1/2 ferskt jalapeño
Ferskur kóríander
2 þroskuð avókadó
1/2 rauðlaukur
1 lime
1/2 bolli cheddar ostur skorinn í litla teninga
Salt

Aðferð

Afhýðið avókadó, skellið því í skál og stappið með gafli.
skerið niður tómat, rauðlauk, chilli eða jalapeño, cheddar ost og kóríander og blandið út í.
​Saltið smá, kreistið lime yfir og blandið öllu saman

 


 

STELLU OSTASÓSA

Hráefni:

1/2 pakki rjómaostur
1/2 cheddar ostur (eða einn poki)
1/2 Stella Artois bjór
Jalapeño í krukku

Aðferð:

Settu rjómaostinn og bjórinn í pott yfir lágum hita

Rífðu cheddar ostinn ofan í pottin. Skelltu 5-6 jalapeño og smá af safanum ofan í pottinn.
​Bræðið allt saman og hrærið reglulega.


Fersk Salsa með Rjómaosti.

Hráefni:

1/2 rjómaostur
1/2 ferskur chili
1 pakki kirsuberjatómatar eða 4-5 venjulegir
1/2 rauðlaukur
1/2 gúrka
1/2 rauð paprika
1/2 græn paprika
ferskur kóríander
1 lime
Salt & pipar
1 mexico-, pipar-, eða chilliostur

Aðferð:

Dreyfðu úr rjómaostinum í botninn á forminu
Skerðu allt grænmeti smátt niður og dreyfðu yfir rjómaostinn
Kreistu smá lime yfir og kryddaðu með salti og pipar
Skerðu þann ost sem þér finnst góður og settu hann yfir
 

Skerðu tortilla pönnukökur í þríhyrninga, penslaðu með olíu og stráðu salti yfir.

Settu inn í ofn á 180° í ca. 3-5 mínútur

Skál fyrir Ofurskálinni