Lúxus matarboð á 15 mínútum

02 Feb 2017

Ertu með matarboð með suttum fyrirvara eða búin seint í vinnu og matarboðið klukkan 7 ?
Hér er uppskrift sem er fljótleg en hrikalega góð. Gætir alveg logið til um að þú hafir verið í eldhúsinu í allan dag.Það sem er lykilatriðið í þessari uppskrift er ferska pastað með fyllingunni.
Það eru til allskonar fyllingar til á Íslandi en ég hef mest verið að kaupa spínat og ricotta fyllinguna eða sveppa.
En ég fann skemmtilega fyllingu hérna úti sem var með graskeri og sætum lauk.Svo er það sósan.
Algjör lúxus sósa, hún er svo góð að það verður ekki dropi í afgang því við notum brauðið til að skafa allt upp úr pönnunni.

Það sem þú þarft í sósuna er:

Matreiðslurjómi
1/2 laukur
2 hvítlauksgeirar
Parmesan ostur
Hvítvín
Furuhnetur
Salt&Pipar


Byrjaðu á því að skera laukinn smátt og pressa hvítlaukinn.
Setjið smá olíu á pönnu á miðlungshita og steikið laukinn þangað til að hann svitnar smá.
Bætið svo rjómanum út í og hitið hann í smá stund.
Rífið helminginn af parmesanostinum í rjómann og hrærið og blandið saman.
Hellið eins og hálfu hvítvínsglasi útí (drekkið hinn helminginn)
Stráið hálfum pakka af furuhnetum ofan í sósuna.
Saltið og piprið eftir smekk.

Þegar þið eruð búin að sjóða pastað og sigta vatnið frá hellið því þá yfir sósuna og blandið vel.

Mér finnst gott að bera þetta fram með svörtum pipar, meira parmesan og brauði.

Þessi sósa passar með öllu pasta.

Ég veit þið eigið eftir að gera hana aftur ef þið prufið hana.