Þjóðhátíðin mín

09 Aug 2016

Þjóðhátíðin var aðeins öðruvísi í ár. Fyrsta hátíðin með lítið barn. Í fyrra var ég einmitt ólétt og planið var að dvelja upp í bústað þessa helgi, en sumir voru of bugaðir að vera ekki í dalnum svo að við enduðum á því að bruna til Landeyjarhafnar og taka þátt í sunnudagsgleðinni. 

Í ár vorum við barnlaus á föstudags- og sunnudagskvöldið og skemmtum okkur konunglega bæði kvöldin. Hvernig er annað hægt þegar veðrið var svona eins og það var?! 

Ef við spólum til baka um nokkur ár, þegar maður var á sínum prime-time og gat hugsað bara um sjálfan sig. Þá var þetta 5 daga helgi og við byrjuðum á miðvikudegi að fá okkur. Hvernig fór ég að því? Núna var ég alveg sigruð eftir eitt kvöld, ég er samt bara 25 ára. Mikið rosalega verð ég lélegur djammari í framtíðinni ef marka má þessa þróun. 

Þrátt fyrir mikla þreytu þá var þessi helgi bara nokkuð góð. Þetta er alltaf gaman, en þetta er líka alltaf eins gaman ár eftir ár. 

 

Fjölskyldan saman upp í brekku á kvöldskemmtuninni á laugardeginum. Nóel leiddist þetta sko ekki og var alveg gáttaður af öllu þessu fólki. 

 

Krúttfeðgar

 

Besti brekkukossinn    &      Nöfnurnar saman á setningu Þjóðhátíðar. Hún er 11 mánaða og hún er með jafnsítt hár og ég. Þetta hár var meiri segja til staðar þegar hún var 7 mánaða. Þessi svipur og þetta hár - hún er ekki hægt!  
Það er sko aldeilis fjörið þegar þessi tvö koma saman, aðeins 6 vikur á milli þeirra.

Vinkonurnar sameinaðar í dalnum.

 <3

 

S A R A  D Ö G G