Grillað Kjúklinga Fajitas

12 Jul 2016

Grillað kjúklinga fajitas.
Ferskt, gott og hollt.
 

Það er oft svo þægilegt að grilla mat, hann er oft betri og það er minna uppvask.
Þessa uppskrift fann ég í grilltímariti og ákvað að prufa svipaða útfærslu.
Hún heppnaðist mjög vel og ég mun klárlega gera hana oftar.

Það sem þú þarft er:

1 laukur skorinn í báta en passið að halda rótinni svo hann detti ekki í sundur
2 hvítlauksgeirar (saxaðir fínt)
2 kjúklingabringur (skornar í ræmur eða þunna bita) eða grillið í heilu.
1 matskeið cumin
1 matskeið olía
1 teskeið salt
½ teskeið pipar
2-4 heilhveiti tortillur eða venjulegar
2 avocado
Búnt af kóríander

______________________________________

Kveikið á grillinu á miðlungshita.
Setjið laukinn, hvítlaukinn, kjúklinginn, cumin kryddið, olíu, salt og pipar í skál og blandið saman með höndunum eða skeið.

Grillið allt saman á grillinu í svona 4 mínútur á hlið. (lengur ef þú ert að grilla þær heilar)
Látið standa í 5 mínútur.
Á meðan grilliði tortillurnar í nokkrar sekúndur á hvorri hlið.
Berið fram með avocado, lime sneiðum, coriander og salsa.

Ég bjó til mjög fljótlegt salsa með.

1 pakki litlir tómatar
1 saxaður hvítlauksgeiri
coriander
½ mango skorið í lita bita
Smá olía
salt og pipar

Ég grillaði líka ferskan maís með.


Ég hef líka gert fajitas með grilluðu nautakjöti og þú getur funndið þá uppskrift hér.
Svo ef þú ætlar alla leið þá er uppskrift af alvöru Margarítum hér.

Marta Rún