Super Bowl Sunday Nachos

22 Feb 2016

Ég gerði þetta Nachos fyrir Arnór og vini hans núna fyrir Super Bowl um daginn og ég held að það hafi slegið alveg í gegn. 

Allavega miðað við að það voru engir afgangar daginn eftir.Nachos flögur:


Maís Tortillur skornar í 8 bita og raðað á ofnplötu. Smá olía sett yfir og saltað vel.
Inn í ofn á 180° í 15-20 mínútur.

Chilli Con Carne:

2 laukar
3 hvítlauksgeirar
1 rauður chilli
1/2 kóríander búnt
2 tsk chilliduft (chilli powder)
2 tsk kúmen
Ca. 500 af nautahakki
2 dósir hakkaðir tómatar
1 stór matskeið af tómatpúrru
1 dós af nýrnabaunum

Byrjar á því að saxa laukana. Setur þá í pott með olíu og steikir í nokkrar mínútur.
Næst bætiru við chilli, saxar stönglana af koríandernum og setur ofan í ásamt kúmeninu og chilli kryddunum og hrærir saman.
Síðan bætiru við hakkinu og reynir að blanda kryddunum vel við allt kjötið.
Þá bætiru við tómötunum og púrrunni og heldur áfram að hræra saman.
Lækkar hitann og lætur malla í klukkutíma.
Eftir klukkutíma bætiru við baununum og leyfir þessu að malla í korter í viðbót.

*Ég gerði töluvert meira magn af hakkinu og notaði í kvöldmat daginn eftir.


Síðan raðaru nachos flögunum í mót, í botninn og alveg þannig að þær standi upp með hliðunum.
Setur ost yfir allt snakkið, því næst hakkið og svo aftur mikinn ost yfir.
Ég notaði Mozzarella og Cheddar ost.Inn í ofn á 180° í 5-10 mín eða þangað til osturinn hefur bráðnað.

Setur síðan smá kóríander og sýrðan rjóma yfir.
Salsa:

5 þroskaðir tómatar
1 rauðlaukur
1/2 kóríander búnt
1 grænn eða rauður chilli 
Safi frá 1-2 lime
Salt og Pipar

Tómatarnir, rauðlaukurinn, kóríanderinn og chilli-ið er saxað saman frekar fínt.
Lime safinn er kreistur yfir blönduna og síðan er saltað og piprað yfir allt og hrært saman.

Ég gerði líka guacamole. Það var alveg eins og salsað nema ég var með 3 avocado og 1 tómat en annað var eins.

Ég ætlaði ekkert endilega að setja þetta inná síðuna en Arnór lofaði strákunum því að þetta kæmi á FEMME. Ég tók engar myndir en ég fann svipaða uppskrift á netinu og þetta leit eiginlega alveg eins út.

Myndirnar eru teknar frá Jamie Oliver en ég notaði þá uppskrift sem innblástur.

Þetta mun klárlega slá í gegn í næsta fótboltahitting eða saumaklúbb.

-Marta Rún