Tælensk kjúklingasúpa

10 Feb 2016

Matarmikil, fljótleg og ótrúlega góð tælensk kókoskjúklingasúpa.

Þetta er kannski ekki alveg 15 mínútna réttur en súpan var þó elduð á undir 30 mínútum.
Þetta er súpa fyrir alveg 4-6 en þar sem við vorum bara tvö þá var hún tekin með í vinnuna daginn eftir.Hráefni:

1 matskeið kókosolía (eða venjuleg).
1 matskeið Thai Red curry paste (fæst í langflestum búðum)
1/2 teskeið chilli flögur eða hálft ferskt chilli eða (chilli paste)
5 hvílauksgeirar
2 kjúklingabringur
4 bollar kjúklingasoð
Þumalstærð af engiferi
2 dósir af kókosmjólk
2 matskeiðar fiskisósa
1 matskeið púðursykur
Safi úr 2 lime
1 pakki sveppir (u.þ.b. 10 litlir)
1 paprika
Salt&pipar

Til að setja yfir súpuna þegar hún er tilbúin:

Lime, til að kreista yfir
Kóríander eða vorlaukur

Einnig er hægt að sjóða hrísgrjón eða hrísgrjónanúðlur til að setja ofan í súpuna og gera hana aðeins matarmeiri.


Aðferð:
 

1. Hitið olíuna á pönnu á miðlungshita. Setjið chilli paste-ið, chilli piparinn og hvítlaukinn á pönnuna og steikið í svona hálfa mínútu. Bætið kjúklingnum við, blandið öllu saman og steikið.

2. Þegar kjúklingurinn er aðeins farinn að litast (hann þarf ekki að vera orðin eldaður í gegn því eldast áfram í súpunni) þá bætið þið við kjúklingasoðinu,     engiferinu, salti, smá pipar og látið malla á lágum hita í 10 mínútur.

3. Hrærið kókosmjólkinni, fiskisósunni, púðursykrinum, lime-safanum, sveppunum, baunum og paprikunni út í og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót.
Smakkið til og bætið við salti, pipar, lime-safa eða chilli ef ykkur finnst það vanta.

4.Berið fram með lime og kóríander eða vorlauk til að fá smá ferskleika og gott bragð.

Mæli með þessari. Hún er líka alls ekki flókin og það tekur stuttan tíma að elda hana.
 

Marta Rún