Fajitas með grillaðri steik

21 Sep 2015

Ég prufaði mig áfram með mexíkóskan mat í vikunni og gerði frekar óhefðbundnar fajitas miðað við íslensku útgáfuna af fajitas sem við erum vön að gera.

Í þetta skiptið notaði ég steik en ekki kjúkling eða hakk.

Ég bjó til marineringu sem ég fékk innblástur af á netinu. Ég marineraði nautakjötið í 3 tíma og grillaði það síðan.
Einnig notaði ég marineringuna til þess að steikja lauk og papriku upp úr.
Var svo með avókadó og salsa með.
Ég keypti 2 sneiðar af nautakjöti í Hagkaup sem voru frekar fitulitlar og auðvelt að skera.

Marinering:
1/3 bolli soyja sósa
1/3 bolli lime safi
1/3 bolli olía
3 pressaðir hvítlauksgeirar
1 matskeið púðursykur
1 teskeið kúmen (cumen)
1 tekeið chilliduft

Allt þetta er sett í skál og hrært saman.
Síðan er ca. 1/3 tekin til hliðar fyrir grænmetið en restin fer yfir nautakjötið sem þú ert með og lætur inní ísskáp í 3-24 klukkustundir, auðvitað því lengur því betra.
(Mundu bara að taka kjötið úr ísskápnum svona klukkutima áður en þú byrjar að elda til að ná því í stofuhita áður en þú grillað það.

Skerðu 2-3 lauka í ræmur og steiktu á pönnu með olíu á miðlungshita. Þegar hann er orðin mjúkur settu þá 2 matskeiðar af marineringunni sem þú áttir eftir og steiku hann upp úr henni í nokkrar mínútur.
Gerðu síðan það sama við paprikuna.

Kjötið er síðan sett á grillið í 2 og 1/2 mínútu hver hlið á háum hita ef þú vilt hafa hana medium rare.
Kjötið er síðan tekið af grillinu pakkað í álpappír og látið jafna sig í svona 10 mín.
Steikin er síðan skorin í ræmur og smá lime kreist yfir ásamt söxuðum kóríander.Avókadóið skar ég niður, setti svo ólífuolíu, lime, salt og saxað chilli yfir.Bar svo fram með salsasósu.

Hrikalega gott og gaman að brjóta upp venjulega "hefðina" á Mexíkómat.


Marta Rún