Tómatsúpa með ristuðum kjúklingabaunum

11 Aug 2015

 Ég hef alltaf verið hrifin af "vegan" hugmyndinni, þó ég myndi eflaust ekki nenna að binda mig 100% við það sjálf. Mér finnst samt ótrúlega gaman að prófa vegan uppskriftir og hef verið að gera aðeins meira af því eftir að ég festi kaup á skemmtilegri bók fyrr um árið. Fyrir þá sem ekki þekkja hugtakið þá þýðir það einfaldlega að engar dýraafurðir eru notaðar. Ég ætla að deila með ykkur á næstunni þeim uppskriftum sem fá grænt ljós á mínu heimili. 

Þessi tómatsúpa var alveg hrikalega góð og það sem mér fannst besti parturinn voru ristuðu kjúklingabaunirnar í stað brauðteninga. Kjúklingabaunir eru góð uppspretta próteins og járns og því mun betri kostur en brauð. Einnig eru þær mettandi. Það hljómar kannski ekki vel fyrir suma en ég hvet ykkur til að prófa,  mun koma ykkur skemmtilega á óvart. Uppskriftin er fyrir 2. 

Í ristuðu baunirnar þarf : 

1 krukka organic kjúklingabaunir í vatni (sett í sigti og skolaðar vel)

1 tsk rapeseedolía eða fljótandi kókosolía

1/2 tsk þurrkað oregano

1/8 tsk cayenne pipar

1 tsk hvítlauksduft

1/4 tsk laukduft

Dass af sjávarsalti eða himalayan salti

 

Byrjað er á að hita ofninn í 220°C . Því næst eru kjúklingabaunirnar þurrkaðar með því að breiða úr eldhúsrúllu eða hreinu viskastykki og þeim rúllað varlega á því þar til þær eru nokkuð þurrar. Baunirnar eru settar í stóra skál ásamt olíu, oregano, cayenne pipar, hvítlauksdufti, laukdufti og salti og hrært vel saman. Þær eru svo settar í skúffu á bökunarpappír, dreyft jafnt úr þeim og inn í ofn í 15 mínútur. Eftir 15 mínútur er gott að taka skúffuna og hrissta aðeins upp í þeim og baka svo í aðrar 15-20 mínutur. Það þarf að fylgjast mjög vel með þeim í seinna hollinu og baka þar til þær eru orðnar fallega gylltar og stökkar. Leyfið þeim svo að kólna í um 5-10 mínútur áður en þær eru bornar fram. 

 

Í súpuna þarf (helst organic hráefni) : 

1 msk rapeseed olía

1 lítill laukur (gulur) skorinn niður

2-3 hvítlauksrif smátt skorin

1/2 bolli (125 ml) raw kasjúhnetur í bleyti - ég set hneturnar í bolla og nægilega mikið vatn svo þær seu allar blautar og inn í ískáp yfir nótt. Ef það næst ekki yfir nótt er gott að hafa þær allavega í vatni í 3-4 tíma. 

2 bollar grænmetissoð - ég bjó það til með tening frá Knorr þó hann sé ekki vegan, en það eru til vegan teningar frá Go BLO sem ég hef ekki fundið hér en þarf að festa kaup á sem fyrst

1 dós með heilum tómötum og djúsinn í dósinni með

1/4 krukka af sólþurrkuðum tómötum í olíu (olía sigtuð úr)

3-4 msk tómata paste ( get ekki munað íslenska orðið yfir þetta)

1/2-1 tsk þurrkað oregano

1 tsk sjávar -eða himalayan salt

1/2 tsk svartur pipar eða meira eftir smekk

1/2 tsk þurrkað blóðberg

 

Í stóra pönnu er olían hituð á medium hita og laukur og hvítlaukur látinn malla í um 5 mínútur þar til laukurinn verður hálf gegnsær. 

Í blandara fara hneturnar eftir að hafa hellt vatninu úr bollanum og grænmetissoðið. Blandað saman þar til það er smooth. Því næst er laukmixinu, allri dósinni með tómötunum, sólþurrkuðu tómötunum og tómat pasteinu hent út í og allt blandað vel saman þar til smooth. 

Án þess að þrífa pönnuna eftir laukinn er öllu mixinu svo hellt í pönnuna á medium hita. Smá suða látin koma upp og oregano, salt, pipar og blóðberg sett út í og smakkað til og salt og pipar bætt við eftir smekk. 

Látið malla á medium hita í um 20-30 mínútur þar til bragðið kemur betur fram. 

 

Passa þarf að kjúklingabaunirnar séu ekki settar út í súpuna fyrr en rétt áður að á að borða hana. 

 

 

Ég bar súpuna fram í þessum sætu skálum frá Le Cruset ásamt ferskri basiliku. Vona að ykkur finnist hún jafn góð og mér! 

 

xxx