Fersk Salsa og Guacamole

03 May 2015

Hollt og gott salsa og guacamole búið til úr ferskri matvöru.

Ég legg mikið upp úr því að hafa sem mest af ferskri matvöru og sem minnst af unnum vörum.
Það þurfa oft ekki að vera flóknari uppskriftir og maturinn er einnig svo miklu betri fyrir þig.
Það er hollara, miklu ferskara og einfaldlega bragðbetra. Hér er einföld uppskrift af fersku tómatsalsa og guacamole til að nota næst þegar þú ert að bjóða upp á fajitas eða annan mexíkóskan mat.

Þessar tvær uppskriftir henta líka vel til að versla inn á sama tíma því það eru næstum sömu hráefni. Þau eru ekki mörg og þetta er mjög einfalt.


 

Tómatsalsa:

1/2 ferskur chilli

1 pakki kirsuberjatómatar eða 4-5 venjulegir

Hálfur rauðlaukur

Ferskur kóríander

1 lime

Salt&pipar

Ólífuolía

___________________________

Skerðu chilli, mjög smátt.

Skerðu tómatana eins smátt og þú vilt. Á þessari mynd notaði ég plómutómata sem ég skar í helming, hreinsaði fræin úr, skar svo ræmur og aftur í gegn eins og ég sýni hér.

Ef þú ert með kirsuberjatómata þá skerðu tómatana bara niður nokkrum sinnum og ert með þá í frekar grófum bitum.

Skerðu laukinn líka frekar smátt niður 

Settu tómatana, laukinn og chilli-ið í skál og hrærðu aðeins saman með smá salti, pipar og safa úr einu lime.

Taktu svo lítið búnt af kóríander, saxaðu hann niður, settu síðan í skálina og hrærðu saman við tómatablönduna.
 

 

Guacamole
 

1 venjulegur tómatur eða lúka af kirsuberjatómötum.

1/2 chilli eða 1/2 jalapenjo

Ferskur kóríander

2 þroskuð avókadó

Hálfur rauðlaukur.

1 lime.

Salt
_____________________

Afhýðið avókadóið, setjið í skál og stappið það með gafli.

Skerið tómatana, rauðlaukinn, chilli eða jalapenjo, koríanderinn og setjið í með avókadóinu, saltið smá, kreistið síðan lime yfir og hrærið saman.

Easy peasy !

Það var föstudagur þannig að þetta mátti !

Adios! 
Marta Rún