Sorry I´m not George Clooney!

28 Jan 2015

Nespresso hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu ár, enda um bragðgott og fljótlegt kaffi að ræða. Nágranni minn er ótrúlega indæll maður en hann tók við síðustu kaffisendingu hjá mér þar sem ég var ekki heima og bankaði uppá daginn eftir. Þegar ég opnaði hurðina stóð hann fyrir utan með kassann og sagði "Sorry I´m not George Clooney!" og skellihló. Þar er hann að vitna í herferðina með Nespresso þar sem George Clooney er í aðalhlutverki og fékk flestar konur til að kikna í hnjánum. 

Kassinn var fullur af Carmelito sem er uppáhaldskaffið mitt frá þeim. Bragðtegundin kom út fyrir um ári síðan og ég hef varla getað drukkið neitt annað síðan þá. Ég veit að hylkin eru ekki enn seld á Íslandi sem er algjör skandall þar sem ágætisúrval er af vélunum í Elko. Flestir sem ég þekki sem eiga vélarnar eru að láta senda heim eða kippa með sér hylkjum í utanlandsferðum. Það líður vonandi ekki á löngu þar til þeir opna búð heima. 

Gerið það fyrir mig og Clooney að prófa Carmelito með RiceCoconutmilk þegar tækifæri gefst. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum! 

xxx