Rauðlaukssulta

09 Nov 2014

Rauðlaukssulta fer vel með nautakjöti og ostum og er líka fullkomin ofan á pítsur, hamborgara og salat.

Það eru til margar uppskriftir af rauðlaukssultu og þessi finnst mér rosalega góð.

Aðferð

 2 matskeiðar ólífuolía
5 rauðlaukar
50 millilítrar balsamedik
50 millilítrar soyja sósa
100 grömm dökkur púðursykur

 

  • Hitið olíu í stórum potti á miðlungslágum hita. Bætið lauknum við  og látið hann malla í 30 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur og hálfgegnsær og hrærið í af og til svo laukurinn festist ekki við botninn á pottinum og brenni.

  • Hrærið balsamedikinu, soyja og púðursykrinum saman við laukinn og hækkið í hæsta hita. Þegar vökvinn hefur náð suðu lækkið undir pottinum í lægsta mögulega hita og látið malla í 30-45 mínútur eða þar til mestur vökvinn hefur gufað upp.

Marta Rún