Fréttir

Steinar og Gunnar 6 ára


Elsku strákarnir mínir urðu 6. ára þann 11. apríl. Á þessum aldri eru heldur betur framundan tímamót sérstaklega þegar þeir fara í skóla í haust. Líka fyrir mömmuhjartað þar sem manni líður alltaf eins og þeir hafi fæðst í gær. Ég vildi deila með ykkur nokkrum myndum og smá monti af þessum fullkomnu eintökum sem ég á. Þeir gera mig að einni stoltri konu og ég hlakka til framtíðarinnar með þeim. 

NÝTT Á STRÁKANA


Ég veit ekki um neitt skemmtilegra en að kaupa eitthvað fallegt fyrir strákana mína, það er svo skemmtilegt að klæða þá. Mér finnst það eiginlega miklu skemmtilegra en að versla á mig sjálfa. Mig langaði að deila með ykkur nýjustu kaupunum sem gerði fyrir þá á dögunum. 

Jólaball


Fyrir hönd okkar mæðgina langar mig að óska ykkur gleðilegra jóla og þakka fyrir lesninguna á árinu sem er að líða. Við Steinar Aron og Gunnar Gauti skelltum okkur á jólaball og mig langaði að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók af strákunum. Annars erum við búin að eiga frábæra daga um hátíðarnar en það er ekkert skemmtilegra en að fá að upplifa þennan tíma í gegnum börnin. Spennan, gleðin og hamingjan er svo mikil! 

N Ó E L - 2 ára


Tvö ár! Það er í alvörunni alveg hálfu ári of mikið. Ég sem er nýbúin að halda upp á eins árs afmælið hans og nú er komið að því að plana það næsta. 

Monkey Beanies


Gunnar og Steinar fengu þessar fallegu húfur að gjöf núna um daginn. 

Trunki í ferðalagið


Langaði að segja ykkur frá tösku sem er algjört möst í ferðalagið ef þið eruð að fara með smáfólk með ykkur. Hér á myndunum fyrir ofan sitja Steinar og Gunnar á sínum töskum en þeir elska töskurnar sjálfir. 

 

Krakkadagar ZO-ON - Gjafaleikur!


Vertu tilbúin með útifatnaðinn fyrir komandi skólaár! Nú fer skólinn að hefjast og þá er ekki seinna vænna en að fara huga að góðum útifatnaði á börnin. 

Stuva-Snilld


Herbergin hjá Strákunum mínum birtust í Hönnunarblaði Morgunblaðsins um daginn. Ég sýndi ykkur herbergið hans Emils Arons hérna. Ég hef reyndar sýnt ykkur áður hjá Atla Degi en herbergið hefur tekið breytingum og hér er smá sýnishorn.

Óskalistinn minn fyrir Nóel


Já, óskalistinn minn skrifaði ég. 
Ég ætla að njóta þess að fá að ráða hvernig ég klæði hann og skreyti herbergið hans, því það líður ekki að löngu þangað til að hann er farinn að hafa skoðanir á þessu. Óguð minn hvað ég kvíði því sjálfstæði, þegar hann heimtar að fara í náttfötum á leikskólann og vill ofurhetjuþema í herberginu sínu. 

Topp 10 frá igló+indi


iglo+indi hafði samband við mig núna á dögunum og báðu mig um að velja mínar uppáhalds 10 flíkur úr vor/sumarlínunni fyrir fréttablaðið þeirra. Ef þið eruð skráð á póstlista hjá þeim þá ættuð þið að kannast við val mitt nú þegar. 

Helgar dress á litlu mennina mína


Mínum mönnum þykir alls ekki leiðinlegt að klæða sig upp en við nýtum alltaf helgarnar í það að fara í fínu fötin. Mig langaði til þess að deila nokkrum myndum frá liðinni helgi. 

Óléttu myndataka


Ég myndaði Örnu á dögunum & fékk leyfi hennar að deila þessum myndum með ykkur kæru lesendur!

Atli Dagur býr hér


Við vorum að færa frumburðinn um herbergi og fara í gegnum allt dótið hans. Herbergið hans var svona áður. 

Nóel í náttfötum frá Name It


Og hvað eru mörg N í því?
Nóel fékk þessi fallegu náttföt að gjöf frá Name It. Ég valdi þetta flugvélamynstur á hann, mér fannst það eitthvað svo ofur krúttlegt en samt töffaralegt á sama tíma. 

Vor & sumar með ÍGLÓ&INDÍ


Ég keypti fyrstu Ígló og Indí flíkina þegar ég var ólétt af frumburðinum árið 2012 og síðan þá hefur alltaf verið flíkur frá þeim í skápnum hans og núna líka hjá þeim nýfædda. Að mínu mati eru fötin þeirra flott, en fyrst og fremst eru þau þægileg fyrir börnin. Vor- og sumarlínan  þeirra kemur í verslanir á morgun og ekki bregst þessi lína frekar en þær síðustu. 

SÆNGURGJÖFIN - MOSES KARFA


Drengurinn okkar kom í heiminn þann 2.desember. Eins og gengur fær maður sængurgjafir frá vinum og vandamönnum, við erum afar þakklát fyrir allar okkar en við höfum fengið dásamlegar gjafir og þar á meðal Moses körfu frá henni Linnea eiganda Petit

Heilgalli á lítinn töffara


Peyjinn minn fékk þennan töffaralega heilgalla að gjöf frá MINIMO. Gallinn er frá merkinu Lucky No.7, og eins og þið sjáið þá er hann afar fallegur. 

JÓLAFÖTIN & GJAFIRNAR


Ég tók saman hvernig jólafötin verða í ár hjá mínum dreng sem verður 4 ára í febrúar. Ég reyni alltaf að finna eitthvað sem er flott, en þægilegt fyrir hann og að ég sjái fram á að nota fötin aftur. Einnig hef ég mikið verið að skoða hvað við eigum að gefa honum í jólagjöf og tók því saman nokkrar hugmyndir sem mögulega fleirri geta nýtt sér. Þessi færsla er ekki kostuð!

NÓEL 1 árs


Litla gullið mitt fagnaði eins árs afmæli núna í október. Við vorum enn stödd í Eyjum svo að við héldum lítið og krúttlegt boð á afmælisdeginum sjálfum. 

Nóel & Tiny Cottons


Nóel fékk þessar fallegu vörur að gjöf frá Petit. Þær eru með eindæmum vandaðar og ó svo mjúkar. Vörurnar koma frá merkinu Tiny Cottons og eru skemmtilega öðruvísi, ótrúlega krúttlegar & töffaralegar á sama tíma. 

Færslan er unnin í samstarfi við Petit.